Enski boltinn

Klopp hefur engar áhyggjur af því að missa Salah til Sádi-Arabíu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jürgen Klopp segir að Mohamed Salah sé skuldbundinn Liverpool.
Jürgen Klopp segir að Mohamed Salah sé skuldbundinn Liverpool. getty/Andrew Powell

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur ekki áhyggjur af því að Mohamed Salah fari til Sádi-Arabíu.

Egyptinn hefur verið orðaður við Al-Ittihad þar í landi en félagið er tilbúið að gera hann að launahæsta fótboltamanni heims. Samkvæmt heimildum Sky Sports er Salah tilbúinn að hlusta á tilboð Al-Ittihad.

Á blaðamannafundi í dag var Klopp spurður út í áhuga Al-Ittihad á Salah. Hann gaf lítið fyrir hann.

„Salah er hundrað prósent trúr Liverpool. Það er ekkert til að tala um. Hann er leikmaður Liverpool,“ sagði Klopp.

„Hann er ómissandi og verður það. Það er ekkert í þessu. Lífsspeki mín er að hugsa um vandamál þegar þau koma upp.“

Salah kom til Liverpool frá Roma 2017 og skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við félagið í fyrra. Egypski framherjinn hefur skorað 187 mörk í 307 leikjum fyrir Liverpool og unnið allt sem hægt er að vinna með félaginu.

Liverpool sækir Newcastle United heim í lokaleik 3. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 15:30 á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×